Draumasetrið

Gefur 65 einstaklingum tækifæri
á nýju og betra lífi

Draumasetrið er stofnað af hjónunum Ólafi Hauk Ólafssyni og Elínu Örnu Arnardóttir Hannam. Hugmyndin að Draumasetrinu kviknaði árið 2013 eftir að þau höfðu ítrekað orðið vör við þá gríðarlegu neyð sem götufólk býr við og þá miklu vöntun á úrræði fyrir fólk sem farið hefur í meðferð og á ekki í nein hús að vernda.

Bæði hafa þau lengi brunnið fyrir þessu málefni og þegar þeim bauðst þetta húsnæði hikuðu þau ekki og létu verkin tala. Þau réðust strax í framkvæmdir og á skömmum tíma voru herbergi tilbúin til útleigu og það sem eitt sinn hafði aðeins verið hugmynd og veik von, var orðið að veruleika.

Það gekk vel að fylla í öll herbergi og fljótlega myndaðist biðlisti eftir plássi. Árið 2019 var svo ráðist í framkvæmdir á Stórhöfða 15 og eru nú í boði þar 25 pláss. Draumasetrið hýsir því í dag 65 manns og býður fólki uppá tækifæri til að fóta sig í nýju lífi. Þrátt fyrir að hafa bætt við 25 plássum árið 2019 er biðlistinn alltaf til staðar og er að meðaltali um 30 manns á biðlista eftir plássi.

Markmið Draumasetursins er að bjóða dvalarstað fyrir fólk sem er að feta ný spor í lífinu eftir ofneyslu áfengis og fíkniefna. Dvalartími einstaklega er áætlaður 6 mánuðir til 2 ár. Á Draumasetrinu Héðinsgötu 10 er pláss fyrir 40 manns og á Stórhöfða 15 er pláss fyrir 25 manns. Til að eiga kost á dvöl á Draumasetrinu er nauðsynlegt að einstaklingar hafi verið án áfengis og/eða vímuefna í minnst 10 daga en flestir koma að meðferð eða vist á stofnun er lokið.

Eitt af markmiðum úrræðisins er að virkja fólk til að vinna í sjálfu sér og byggja sig upp sem sjálfbæra einstaklinga. Íbúar hússins eru því hvattir til að sækja AA fundi, vera með trúnaðarmann og vinna 12 spora kerfi AA samtakanna. Einnig þurfa allir að fylgja ákveðnum reglum, mæta á morgunfundi og húsfundi, ásamt því að vinna húsverk og fylgja reglum um útivistartíma. Einnig stendur íbúum til boða samtal með starfsmanni sem er útskrifaður frá Ráðgjafaskóla Íslands. Starfsmenn Draumasetursins leggja sig líka fram við að aðstoða og vera íbúum hússins innan handar eftir fremsta megni og ráðsleggja varðandi þau málefni sem hver einstaklingur er að glíma við hverju sinni.

Grundvallarskilyrði fyrir dvöl á Draumasetrinu er að vera án áfengis og vímuefna, en þeir sem stíga feilspor og detta af vagninum eiga þess kost að koma aftur í húsið eftir að hafa verið edrú í minnst 10 daga eða hafa farið í afvötnun. Þetta hefur reynst afskaplega vel og gefið mörgum einstaklingum von.

Síðan Draumasetrið var sett á laggirnar hafa ótal margir dvalið þar til skemmri eða lengri tíma. Stofnendur og starfsfólk Draumasetursins hafa fengið að fylgjast með mörgum fara út í lífið sem hafa eftir dvölina verið tilbúnir að byggja sér líf á traustum grunni.

„Þrá okkar er að að sjá drauma og vonir einstaklinga rætast og þá blómstra til betra lífs.“

~ Ólafur Haukur