Persónuverndarstefna Draumasetursins

Draumasetrið (Spörvar Líknafélag, kt: 411104-2650), Héðinsgötu 10, 105 Reykjavík, hefur vernd persónuupplýsinga skjólstæðinga sinna og þeirra sem sækja um búsetu að leiðarljósi í starfsemi sinni og einsetur sér í því skyni að tryggja trúnað og öryggi persónuupplýsinga.

Hvað eru persónuupplýsingar

Með persónuupplýsingum er átt við hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling þar sem hægt er að persónugreina einstakling á beinan eða óbeinan hátt t.d. með tilvísun í nafn, kennitölu, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna einstaklinginn. Séu gögn ópersónugreinanleg teljast þau ekki til persónuupplýsinga.

Vinnsla persónuupplýsinga hjá Draumasetrinu

Vinnsla persónuupplýsinga getur m.a. falist söfnun, skráning, varðveisla, miðlun eða eyðing á upplýsingum. Draumasetrið vinnur persónuupplýsingar sem talist geta nægilegar, viðeigandi og nauðsynlegar miðað við tilgang vinnslunnar hverju sinni.

Draumasetrið vinnur í tilteknum tilfellum með viðkvæmar persónuupplýsingar t.a.m. þegar einstaklingur sækir um búsetu hjá Draumasetrinu. Við vinnslu þess háttar upplýsinga ber okkur skylda að gæta varkárni og fyllsta trúnaðar við skjólstæðinga. Starfsmenn skulu jafnframt gæta fyllsta trúnaðar um hvaðeina hann verður áskynja í starfi sínu hjá Draumasetrinu. Honum ber að meðhöndla allar upplýsingar og skjöl sem hann hefur aðgang að í starfi sínu af fyllsta trúnaði.

Fótspor

Vakin er athygli á að þegar farið er inn á vefsíðu okkar vistast fótspor (e. cookies) í tölvu notandans. Þessi fótspor eru litlar textaskrár sem notaðar eru til að bera kennsl á notendur sem komið hafa áður á vefinn og bæta upplifun notanda ásamt því að greina heimsóknir á vefsíðuna.

Ef þú sendir okkur skilaboð, skilur eftir athugasemd þá bjóðum við upp á þann möguleika að skilja eftir nafn, netfang og aðrar upplýsingar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að við getum haft samband við þig aftur. Við munum ekki nota þessar upplýsingar í öðrum tilgangi.

Með því að samþykkja skilmála um notkun á fótsporum er okkur m.a. veitt heimild til að safna og greina nafnlausar upplýsingar til geta aðlagað vefinn betur að þörfum notenda. Má þar nefna t.d. fjöldi gesta og lengd innlita, hvaða síður eru skoðaðar, hvaðan notandi kemur á vefinn o.fl. Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum svo þeir taki ekki á móti fótsporum og einnig er hægt að eyða þeim.

Þegar þú skráir þig inn á vefinn, eða verslar í vefverslun hjá okkur, þá munum við safna nauðsynlegum upplýsingum til að bæta notendaupplifun.

Með hverjum munum við deila persónuupplýsingum þínum með?

Við munum í engum tilfellum deila persónuupplýsingum um þig án þíns samþykkis með þriðja aðila. Þetta á þó ekki við um eftirfarandi aðila í tilteknum tilvikum:

  • Yfirvöldum og löggæsluyfirvöldum
  • Fjármálastofnunum vegna innheimtu á húsaleigu
  • Þjónustufyrirtækjum sem koma fram fyrir okkar hönd

Hversu lengi geymum við upplýsingar

Við geymum upplýsingar um umsækjendur í 3 ár eftir að umsókn berst og/eða eftir að búsetu lýkur. Þær upplýsingar sem þú gefur þegar þú skráir þig sem notanda á vefsíðunni hjá okkur eru geymdar eins lengi og nauðsynlegt þykir.

Réttur þinn

Þú hefur rétt á að biðja um afrit af þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig. Þú hefur einnig rétt á að óska þess að öllum persónupplýsingum sem við höfum sé eytt. Þetta á ekki við um persónuupplýsingar sem okkur er ber að geyma vegna rekstrarlegra sjónarmiða, samkvæmt lögum eða vegna öryggissjónarmiða.