Héðinsgata 10

Draumasetrið hóf starfsemi sína á Héðinsgötu 10 árið 2013. Útbúin voru 40 herbergi á þremur hæðum með eldhúsaðstöðu á tveimur hæðum og rúmgóðu kaffihúsi á fyrstu hæð. Kaffihúsið hefur þjónað íbúum hússins sem samkomustaður sem nýtist vel í samveru milli heimilisfólks sem og vina og fjölskyldu.

Margir hafa stigið sín fyrstu skref í nýju lífi á Héðinsgötunni og ótal margir hafa farið þaðan með von í hjarta og þakklæti, tilbúnir fyrir næsta kafla í lífi sínu.

Stórhöfði 15

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir plássi var ákveðið árið 2019 að auka við starfsemi Draumasetursins og útbúa nýtt aðsetur að Stórhöfða 15. Stórhöfðinn býður upp á 25 herbergi ásamt eldhúsaðstöðu. Það er heimilislegur bragur á húsnæðinu og íbúar hússins geta notið samverustunda í sameiginlegri setustofu.